Ronni „píanó“leikari

Posted: ágúst 1, 2013 in Fótbolti, Umræða

Ég hef fylgst lauslega með bráðefnilegum píanóleikara, honum Ronna…

Það hefur verið aðdáunarvert hvernig fjölskyldan hefur staðið við bakið á honum, fylgt honum gegnum súrt og sætt, kostað bestu þjálfara fyrir hann og komið honum á framfæri við hvert tækifæri.

Nú er Ronni að verða frægur og sér fram á að spila á stærstu stöðum heims sem virtur píanóleikari.. fjölskyldan var auðvitað bæði stolt og glöð.

Ronni tilkynnti fjölskyldunni reyndar að hann ætlaði að segja skilið við hana og styrkja í staðinn fólk sem hann hafði hitt stuttlega á ferðalagi þegar hann var ungur.

Fjölskyldan brást reyndar ekkert sérstaklega vel við, fannst hún kannski eiga inni að njóta að einhverju leyti þess sem hún hafði lagt á sig til að aðstoða hann. Kannski voru viðbrögð fjölskyldunnar meira að segja frekar klaufalega. Svo klaufalega að stofnuð var Facebook síða til stuðnings Ronna, hann mætti bara styðja þá sem honum sýndist.

Auðvitað má hann gera það sem honum sýnist. Og auðvitað má hann styrkja þann sem honum sýnist.

En mér má líka alveg finnast það hálf klént hjá honum. Jafnvel datt mér orðið „vanþakklæti“ í hug. En það er bara ég.

Lokað er á athugasemdir.