Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar

Posted: maí 20, 2013 in Fótbolti
Efnisorð:, , ,

Við „unnum“ miða á úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Amsterdam í síðustu viku, eða réttara sagt, við unnum réttinn til að kaupa miða á eðlilegu verði hjá UEFA. Við Alli og Maggi fórum á leikinn og Dísa (kona Magga) kom út á föstudag og var með okkur um helgina. Iðunn fékk ekki flug á einu sinni hálf-boðlegu verði, þrátt fyrir að vélin á föstudag væri ekki full og vélin heim hálf tóm. Spurning hvernig það getur borgað sig að afþakka að selja sætin…

En það var fín stemming í borginni fyrir leik. Seint um kvöldið fyrir leikdag, eða um hálf-tvö um nóttina, voru stuðningsmenn liðanna sitt hvor megin við eitt síkið í borginni að syngjast á. Sama stemming var á Dam torgi fyrir leik, engin leiðindi.. Stuðningsmenn Chelsea nutu þess enn að vera tæknilega séð Evrópumeistarar og óskuðu eftir Mourinho.

Leikurinn var ekkert sérstakur framan af, betri stemming hjá stuðningsmönnum Benfica ena þeir töpuðu, að mér fannst, frekar ósanngjarnt þegar þeir fengu á sig mark á síðustu mínútu og misstu af dauðafæri á allra síðustu mínútu – rétt þegar við vorum að undirbúa að horfa á framlengingu.

Ég var frekar hlutlaus fyrir leik, en hélt alltaf meira og meira með Benfica þegar leið á leikinn.. eiginlega vegna þess að sessunautar mínir – þeas. ekki Maggi – voru heitir stuðningsmenn Chelsea, eiginmaður frekar leiðinlegur og hrokafullur, til dæmis þegar hann var að tala um „Portuguese cunts“. Ég hefði kannski átt að spyrja hvort hann ætti við Mourinho… eða átt að benda honum á að það spilar bara einn Portúgali með liði Benfica. Ekki margir Portúgalir (ef ég veit rétt) með liði Chelsea heldur, en það hafa nú nokkrir spilað þar síðustu ár. En hefði nú sennilega ekki verið klókt að vera með athugsemdir við æstan aðdáanda. Konan hans gólaði svo talsvert mikið í eyrað á mér, aðallega „Oh, my god“ og nokkra frasa. En þegar maðurinn brá sér frá missti hún allan áhuga á leiknum.

Annars er alltaf gaman að koma til Amsterdam, hver frábær barinn og eðal bjórar við þann næsta. In De Wildeman, Café Belgique, De Pilsener Club, De Bekeerde Suster eru barir sem er ómissandi að heimsækja… hver með sinn sjarma, stemmingu og bjór. Argengínski steikarstaðurinn Gaucho er fínn, indónesíski Kantijl & De Tjigr með frábæra samsetningu á réttum, og svo til þess að gera lítið þekktir veitingastaðir, hinn ítalski Savini hefur bara einu sinni verið í meðallagi, hin skiptin mjög góður. En sá franski Van de Kaart sem hingað til hefur verið frábær náði ekki að heilla okkur með piparsteikinni sem var í aðalrétt… en aðrir réttir stóðust svo sem væntingar.

Lokað er á athugasemdir.