Tja, fyrsta Sturla Jónsson getur ekki kosið Sturlu Jónsson, þá er nú varla hægt að ætlast til að geti kosið Sturlu Jónsson…
En að útúrsnúningum slepptum…
Þá er þetta frekar fljót afgreitt hjá mér. Ekki það að ég efist um góðan og einlægan vilja til að hjálpa þeim sem verst eru settir og ég get dáðst að ódrepandi baráttuvilja og krafti.
En það strandar á því að ég hef ekki mikla trú á aðferðum og ráðum Sturlu. Mér finnast þær aðferðir að ráðast gegn starfsmönnum bankanna ekki vænlegar til árangurs. Og oftar en ekki á ég erfitt með að fylgja þræði í málflutningi Sturlu, eða finnst hann kannski eiga erfitt með að halda þræði í umræðum.
Mér fannst reyndar ekki rétt að afgreiða þetta án þess að kynna mér stefnumál Sturlu og fór á heimasíðuna. Ég átti mig reyndar ekki á því hvort þetta er heimasíða persónunnar eða framboðsins, en ég finn engin stefnummál, aðeins fréttir og útskýringar og tilvísanir í lög.