Heimsendir, einu sinni enn

Posted: desember 14, 2012 in Umræða
Efnisorð:

Enn ein heimsendaspáin poppaði upp fyrir nokkru.

Ég ákvað að rjúka til og selja allar mínar eigur og gefa fátækum. En svo sá ég auðvitað að fátækir myndu ekki hafa neitt frekara gagn að mínum óverulegu veraldlegu eigum en ég, fyrst það er jú að koma heimsendir.

Næst ákvað ég að hjóla í að gera upp öll óafgreidd mál við vini, ættingja og kunningja. En bæði voru þau nú engin (sem ég mundi eftir) og þar fyrir utan tók því ekki að standa í þessu ef það var líka að koma heimsendir hjá þeim.

Mér fannst ekki taka því að mæta í vinnuna, klára nýju Fræbbblaplötuna, æfa eða hitta fólk í matar- og / eða drykkjusamkomum. En það voru ekki liðnir nema fáir klukkutímar þegar ég sá að ég myndi deyja úr leiðindum, löngu fyrir ætlaðan heimsendi.

Þannig að ég tók upp fyrri siði. Heimsendir eða ekki, breytir auðvitað engu.

Lokað er á athugasemdir.