Reynslusögur af kukli

Posted: desember 7, 2012 in Umræða

Það hefur verið nokkur umræða um hvers kyns kukl síðustu daga. Það eru óþrjótandi „reynslusögurnar“ af hinum og þessum töfralækningum.

Nú get ég að vissu leyti skilið fólk sem ekki fær svör eða lækningu eftir hefðbundnum leiðum. Fyrir því geta verið mismunandi ástæður. Við sumum sjúkdómum er einfaldlega ekki til (þekkt) lækning. Greining getur verið flókin og læknar eru auðvitað mismunandi, eins og aðrar starfstéttir. Fyrir utan nú það að jafnvel þeir bestu geta gert mistök.

Sögurnar eru nokkuð einsleitar, fólk leitar til læknis og fær ekki lausn strax. Þá freista margir þess að fara næst til kuklara. Og viti menn, smám saman lagast heilsan. Þess vegna er erfitt að átta sig á því að það að gera nákvæmlega ekki er jafn áhrifaríkt. Það sem gleymist kannski oft er að líkaminn er ágætlega þróaður í að „lækna“ sig sjálfur.

Svo flækist málið enn frekar þegar samhliða kuklinu er til dæmis ráðlagt að breyta mataræði og auka hreyfingu, sem eitt og sér getur oft hjálpað til, sérstaklega til lengri tíma.

Lokað er á athugasemdir.