Breiðablik – Stjarnan

Posted: september 28, 2012 in Fótbolti

Frá 1991 hafa Breiðablik og Stjarnan bæði átt lið átta sinnum í efstu deild karla í fótbolta.

Það hefur ótrúlegt oft fallið þannig að liðin hafa mæst í síðustu umferð og oftar en ekki hefur talsvert verið undir.

1991 var Stjanan reyndar fallin og Breiðablik í þægilegri stöðu. Blikar björguðu sér frá falli í Garðabæ í síðasta leik 1994 en féllu 1996 á sama stað – í síðustu umferð, 3-3 jafntefli, en aðrir leikir spiluðust þannig að úrslitin skiptu ekki máli. Og síðustu umferð á Kópavogsvelli árið 2000 fór 3-3 sem nægði til að bjarga Blikum frá falli – aftur fóru aðrir leikir þannig að þetta skipti ekki máli.

Í fyrra átti Stjarnan möguleika á Evrópusæti en tapaði fyrir Blikum í Kópavoginum.

2010 fóru Blikar í Garðabæinn og náðu að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í erfiðum leik. Ógleymanlegur dagur fyrir Blika.

Og á morgun spila liðin hreinan úrslitaleik um Evrópusæti. Ég mæti að sjálfsögðu og vona að Blikar nái sigri. Það munar miklu að vera í Evrópukeppni og gefur næsta sumri allt annan svip.

Á móti kemur að fari nú ekki vel þá er þá get ég vel unnt Stjörnunni að ná þessum áfanga.

PS. Ekki leiðinlegt að vinna. Evrópusæti á næsta ári gerir heilmikið fyrir næsta sumar.  Og ekki spillir að hafa náð öðru sætinu. Undarlegt að sjá til Stjörnunnar, sem hafa spilað vel það sem ég hef séð í sumar og hugsað um fótboltann.

Lokað er á athugasemdir.