Er ekki við hæfi að óska íslenskulesandi Spánverjum – og öðrum stuðningsmönnum þeirra – til hamingju með frábæran árangur á EM 2012? Jú.
Mótið í ár náði kannski ekki alveg að vera í sama klassa og EM 2008, en fullt af skemmtilegum leikjum og góðum fótbolta. Englendingar, Grikkir og Írar hefðu kannski mátt sitja heima.
En, gaman að sjá, þau lið sem spila fótbolta og sækja eru að vinna leikina.
Meira að segja Ítalir eru farnir að reyna að spila fótbolta og hætta að liggja í vörn.
Yfirburðir Spánverja eru hins vegar svo miklir að þeir virðast geta klárað svona mót með hangandi hendi (fæti?).
Á köflum hafði maður á tilfinningunni að þeir nenntu ekki að skora á meðan andstæðingarnir gátu ekki skorað.
Vonandi fá þeir verðuga keppni á HM 2014. Það gæti gefið bestu HM sögunnar ef fleiri til taka þá sér til fyrirmyndar.