Það er orðið nokkuð áberandi í umræðunni fyrir kosningar að ákveðin framboð eigi á hættu að detta út af þingi (eða ná ekki inn).
Þetta kemur til vegna þess að framboðin fá eitthvað nálægt 5% atkvæða á landsvísu skv. könnunum.
Þetta þýðir samt alls ekki og engan veginn að framboð séu endilega í hættu við að detta út af þingi.
5% reglan á eingöngu við um úthlutun jöfnunarsæta og framboð hafa mis mikið fylgi milli kjördæma geta hægleg fengið kjördæmakjörinn þingmann þó þau nái ekki 5% fylgi á landsvísu. Það þarf ekki að vera en það er útilokað að fullyrða. Sem dæmi fengu Píratar 5,3% fylgi 2021 þar sem fylgi þeirra var minnst en 12,8% þar sem það var mest.. svipað gildir um flest framboð, en auðvitað mismunandi hvernig fylgið dreifist, mikið fylgi í stóru kjördæmi eða kjördæmi þar sem fá atkvæði eru á bak við hvert þingsæti getur hæglega breytt heildarmyndinni.
Þannig er fráleitt að gefa sér að atkvæði verði hugsanlega dauð nema hafa upplýsingar um spá í hverju kjördæmi fyrir sig. Nú eða fylgi sé það lítið að það komi aldrei til með að nægja í kjördæmi.