Það skiptir mig engu „hvar“ þessi spítali er staðsettur, svona að því gefnu að það séu ekki sérstakar hindranir í að komast þangað.
Það sem skiptir máli er „hvað“ þessi spítali er. Að þarna sé boðlegur aðbúnaður fyrir alla þá sem þarf að sinna. Að nauðsynlegur tækjabúnaður sé til staðar og sé í lagi. Og ekki síst að kjör starfsmanna séu þannig að við höldum hæfu starfsfólki.
Jú, og svo er auðvitað kostur að ekki sé verið að kasta stórum fjárhæðum út um gluggann með kúvendingum á miðri leið.