Evrópusambandið, Ísland

Posted: nóvember 6, 2024 in Ísland, Samfélag, Umræða
Efnisorð:,

Ég hef þvælst svolítið í hringi varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu síðustu ár, áratugi.

Kannski ekki stóra hringi, aldrei verið alveg fráhverfur stundum verið á báðum áttum, oftar en ekki nokkuð jákvæður án þess að vera alveg sannfærður.

Mér sýnast vera sterk rök fyrir að aðild sé mjög góður kostur efnahagslega, stöðugleiki og sterkari gjaldmiðill. En efnahagur er ekki allt sem telur. Og ég veit að það eru ekki allir sammála og ég veit að það eru marktæk rök á móti.. mér finnast hin vega þyngra. Hvort sem er, efnahagsmál eru ekki allt og ekki það eina sem skiptir máli.

Síðustu árin hefur verið mikið bakslag í mannréttindum víða um heim, gömlu stórveldin eru orðin gróðrarstía fordóma, fáfræði, haturs og mannfyrirlitningar.

Á meðan hefur Evrópa ekki bara staðið vörð um mannréttindi heldur hefur Evrópa dregið vagninn í þróun mannréttinda.

Fullkomin? Nei, fjarri því.

En þetta er orðið miklu stærri ákvörðun en bara efnahagur – sterk Evrópa er besta von okkar um betri framtíð.

Í ljósi síðustu breytinga á heimsvísu er kominn tími til að taka af skarið, klára málið og ganga í Evrópusambandið.

Lokað er á athugasemdir.