Eitt kem ég seint til með að skilja, ja, reyndar ansi margt.
En í þetta skipti er ég að hugsa um hvers vegna í ósköpunum er ekki búið að fjölga jöfnunarmönnum í kosningum til Alþingis.
Þetta er einföld aðgerð, snýst ekki um neitt annað en sanngirni, þeas. að styrkur framboða á þingi endurspegli hversu mörg atkvæði þau fá greitt í þingkosningum.
Það væri nauðsynlegt að fjölga um amk. einn í hverju kjördæmi, best að allir þingmenn væru jöfnunarmenn og enn betra að endurskoða kosningakerfið frá grunni.
En þetta hefði verið algjört lágmark.. það er ekkert sem mælir á móti, nema einhverjir þingflokkir skilji kerfið ekki betur en svo að halda að þó framboð þeirra hafi grætt á því að hafa fáa jöfnunarmenn í síðustu kosningum, þá komi það til með að þýða að þeir haldi áfram að fá þingsæti umfram fjölda atkvæða í kosningum.