Ég hef stundum sagt að ég hafi meiri áhuga á að liðin sem ég styð í fótbolta spili góðan og skemmtilegan fótbolta en að þau vinni titla.
En ég ætla nú ekki að fara að neita því að það var frábært að fagna Íslandsmeistaratitil með Breiðablik í gær – Íslandsmeistarar bæði í karla- og kvennaflokki.
Ekki síst vegna þess að þetta var verðskuldaður sigur í erfiðri deild með mörgum mjög góðum liðum.
En aðallega vegna þess að þetta er engin tilviljun, þetta árangurinn af áratuga starfi.
Til hamingju Blikar, bæði þeir sem voru í framlínunni í sumar en líka þeir sem hafa lagt grunninn með frábæru starfi.