Virðing fyrir trúarbrögðum – eða ekki…

Posted: október 29, 2021 in Umræða
Efnisorð:

Að gefnu tilefni – og án þess að vilja vera mjög leiðinlegur – amk, ekki meira en venjulega..

Mér finnst óneitanlega ekki til eftirbreytni að trúa því að einhver sérstakur skapari hafi skapað heiminn, nokkuð löngu eftir að hann varð til, hafi valið sér eina þjóð til að vera sína útvalda, verið mjög svo refsigjarn og boðað harkalegar og ofbeldisfullar refsingar fyrir minnstu sakir, sett ruglingslegar og glórulausar reglur um fatnað, mataræði og hegðun.

Síðan hafi viðkomandi skapari allt í einu bitið í sig að fæðast sem einn af mannkyni, láta pynta sig og drepa, en samt lifað af, til þess eins að geta fyrirgefið mannkyninu að vera eins og hann skapaði það. Aftur átta ég mig ekki á hvers vegna viðkomandi gat ekki bara fyrirgefið og sleppt þessum „seremóníum“.

Gott og vel fólk má trúa því sem það vill.

En fyrir alla muni ekki nota þetta sem afsökun fyrir ofbeldi og mannréttindabrotum.

Og látið endilega vera að setja ykkur á háan hest og þykjast vera betri en ég og hafa einhverja „andlega“ yfirburði.

Og, nei, það þýðir ekkert að biðja mig um bera virðingu fyrir þessu.

Lokað er á athugasemdir.