Ég sá auglýst eftir betra heiti yfir þá sem afneita loftslagsbreytingum af mannavöldum, „afneitarar“ er reyndar fínt og segir það sem segja þarf.
Mér hefur alltaf þótt „flatjörðungar“ gott hugtak yfir þá sem halda því fram að jörðin sé flöt.
Kannski má nota sambærilegt hugtak yfir þá sem afneita staðreyndum um hlýnun jarðar, „loftslagsstrútar“?
Í rauninni eru þetta nokkuð sambærilegir hópar,
- afneita niðurstöðum vísindamanna
- viðurkenna ekki staðreyndir
- taka meira mark á „cheerios-vísindamönnum“, bloggurum og YouTube brotum en vísindaritum
- rugla saman því að hafa skoðun og þekkja staðreyndir
- trúa glórulausum samsæriskenningum
- nota nánast sömu orðræðu (ja, mjög svipaða), það má nánast skipta út nokkrum efnisatriðum og þá hljómar þetta nokkuð nærri lagi