Steinar

Posted: desember 3, 2019 in Minningar
Efnisorð:

Við mættum í jarðarför Steinars Sigurðssonar félaga okkar, sem lést nýlega.

Hljómsveitir okkar Steinars deildu æfingahúsnæði fyrir nokkuð löngu og við Helga, konan hans, vorum saman í skóla allt frá barnaskóla til stúdentsprófs.

En það var ekki fyrr en Iðunn byrjaði að vinna með Helgu sem við kynntumst þeim að einhverju ráði.

Þó við værum ólíkir kom fljótt í ljós að við áttum margt sameiginlegt. Að sjálfsögðu tónlistin, en matur – bæði eldamennska og heimsóknir á veitingahús – góð vín og svo ferðir til skemmtilegra staða.

En Steinar tók þetta allt af miklu meiri „festu“, fimmtudagsafmælisgjöfin til hans var að fá að vinna eitt kvöld í eldhúsinu hjá Friðriki V.

Við fórum, í stærri hóp, til Madrid og þar fann Steinar veitingastað í kjallara ekki langt frá miðborginni, staður sem hvergi var sýnilegur sem veitingahús. Í þetta skiptið vorum við ekkert sérstaklega heppin – ég held að Steinar hafi afskrifað staðinn þegar honum fannst þjónninn ekki bera sig nægilega fagmannlega að við að brýna hníf við borðið.

Við fréttum hvort af öðru í Amsterdam og þá var ekki annað í boði en að kíkja á veitinga sem þau þekktu.

Hans verður sárt saknað og skyndilegt fráfall hastarleg áminning að láta ekki of langt líða á milli þess að hitta góða og skemmtilega vini.

Lokað er á athugasemdir.