Persónuverndarspurningar

Posted: maí 23, 2019 in Stjórnmál, Umræða
Efnisorð:,

Ef ég skil rétt þá er það niðurstaða Persónuverndar að Bára hafi gerst brotleg við lög um persónuvernd.

Ekki með því að taka upp dólgslætin á almannafæri. Og ekki með því að dreifa til fjölmiðla. Hvort tveggja hafi verið í góðu lagi, svo langt sem ég skil.

Hún hafi bara ekki mátt taka upp svona lengi.

Þá vakna nú nokkrar spurningar.

Ef ég verð vitni að svona tali, hversu lengi má ég taka upp? Helst nákvæman mínútufjöldla. Þarf ég að hætta í miðri setningu?

Ef mér heyrist samtalið vera að gerast æ meira „krassandi“, má ég þá halda áfram að taka upp ef ég eyði því sem komið er?

Má ég kannski taka allt upp en eingöngu dreifa takmörkuðum hluta?

Eða hef ég bara ákveðinn tíma til að taka upp og þyrfti því að sætta mig við að missa, til að mynda, af játningum um lögbrot?

Mætti ég klára að taka upp eftir tiltekinn tíma og benda öðrum gesti á að taka við?

PS. álit mitt á „Klausturbárðunum“ hefur ekkert breyst og hefði ekkert breyst þó persónuvernd hefði komist að því að Bára hefði brotið persónuverndarlög mun alvarlegar en fram kemur í úrskurðinum.

Lokað er á athugasemdir.