er auðvitað ömurlegt, það þarf ekki að ræða það.
En það er heldur ekki í lagi að saka fólk um að leggja einhvern í einelti, hafi viðkomandi ekkert til þess unnið.
Fyrir ekki svo löngu var ég í félagsskap þar sem einn meðlimur var frekar áberandi, stjórnsamur, vildi alltaf fá sínu framgengt þrátt fyrir að það væru nú ekki margir sammála, „frekjuhundur“ sögðu sumir, en látum það liggja á milli hluta. Oftast fékk viðkomandi sínu framgengt, það var auðveldara að láta undan en að standa í þrasi. Það kom þó fyrir að þegar á leið og kröfurnar urðu meiri og fráleitari að einhver sagði stopp. Yfirleitt ekki sá sami einstaklingur, en það var ekki hægt að samþykkja hvaða vitleysu sem var.
Þetta þróaðist auðvitað þannig að kröfurnar frá viðkomandi urðu yfirgengilegri og fleiri fóru að leyfa sér að andæfa.
Viðkomandi fór þá að kvarta undan því að hópurinn legði sig í einelti. Ég veit ekki enn hvort veruleikinn var svona fjarri, eða hvort þetta var einfaldlega lærð hegðun… spila sig fórnarlamb til að fá sínu framgengt. Fullkomlega ófær um að líta í eigin barm.
Já, einelti er ömurlegt.
En ekki spila „eineltisspilinu“ í tómum frekjugangi. Það er auðvelt að saka aðra um einelti. Og það er erfitt að verjast ásökunum um einelti.