Eflaust telst ég til gamaldags málverndunarsinna, er stöðugt að amast við slettum og leiðrétta málfar og benda á stafsetningarvillur [vonandi er þessi færsla í lagi!].
Og ekki geri ég lítið úr því að vilja halda fjölbreytileika og blæbrigðum í íslensku máli.
En mér dettur samt í hug hvort ekki sé ráð að fella niður kyngreiningu. Skiptir hún nokkru máli yfirleitt? Hvort einhver sé hann eða hún er í rauninni algjört aukaatriði.