Stundum dett ég inn í umræður um hvernig við eigum að taka á móti flóttafólki.
Svarið er einfalt.
Ég vil taka á móti flóttafólki eins og ég vonast til að yrði tekið á móti mér ef ég þyrfti að leita hælis annars staðar.. hvort sem væri vegna náttúruhamfara, stríðsátaka eða annarra ástæða.
Burtséð frá því að reynslan hefur sýnt að innflytjendur leggja til lengri tíma mikið til samfélagsins og eru víðsfjarri því að vera byrði á öðrum, jú, örugglega misjafnt eftir einstaklingum og væntanlega má fá mismunandi niðurstöður með því að taka nægilega stutt tímabil. En þetta snýst ekki um peninga.
Einhverra hluta vegna hafa þessar umræður dúkkað upp á Facebook og margir sem vilja meina að við höfum ekki efni á að taka á móti flóttafólki..