Hatursorðræðan, já og nei

Posted: desember 9, 2016 in Umræða

Já, hatursorðræða er óþolandi og á ekki að líðast í siðuðu samfélagi. Og mér fallast hendur („fallast hugsanir“?) við að lesa viðbjóðinn sem sumir einstaklingar hafa fengið á sig.

En, nei, ég er samt ekki á því að það sé réttu viðbrögðin séu að kæra fólk og dæma til refsingar.

Látum umræðuna um tjáningarfrelsi aðeins liggja á milli hluta og bíðum aðeins með hversu erfitt getur verið að draga mörkin svo vel fari. [ekki svo að skilja að sú umræða sé ekki mikilvæg]

Það einfaldlega virkar ekki að dæma fólk til refsingar í þessu samhengi.

Hatursorðræða er afleiðing af fáfræði, skorti á upplýsingum, takmarkaðri reynslu, hreinni heimsku – oftast er þetta einhver blanda af þessum þáttum. Það er engin tilviljun að þeir sem hafa sig mest í frammi að þessu leyti eru fæstir skrifandi á íslensku, sem (fyrir utan kaldhæðnina) er nokkuð góð vísbending um litla menntun. Ekkert af þessu breytist með ákærum og dómum.

Ég er amk. sannfærður um að það eina sem telur í baráttunni við hatursorðræðuna sé fræðsla, upplýsingar og vakandi umræða.

En, svo því sé haldið til haga, þá er ég alltaf til í að taka rökum.

Lokað er á athugasemdir.