Ég skal játa (smá) fordóma

Posted: febrúar 22, 2013 in Umræða

Nú reyni ég, svona eftir bestu getu, að forðast að vera með fordóma, ég reyni að skoða hvert mál með opnum huga og hugsa fyrir hvort mögulega sé önnur hlið sem er þess virði að skoða.

Helst reyni ég að taka ekki afstöðu, nú eða dæma, fyrr en að vel athuguðu máli.

Ég játa hins vegar að ég er haldinn fordómum að einu leyti. Ef aðili ræður sér lögmann / lögmenn sem þekktir eru fyrir að verja og standa í málaferlum fyrir siðblinda glæpamenn, stóra sem smáa, fólk með vondan málstað og/eða herja á fólk með látum og hótunum út af hvers kyns smámunum…

Þá geri ég einfaldlega ráð fyrir að viðkomandi hafi vondan málstað. Vissulega jaðrar þetta við fordóma. En reynslan hefur líka haft sitt að segja.

Lokað er á athugasemdir.