Engin áramótaheit

Posted: desember 28, 2012 in Umræða

Ég hef aldrei gert áramótaheit, að minnsta kosti ekki í fullri alvöru eða svo ég muni eftir, svo ég slái nú tvo fyrirvara, enda kominn yfir fimmtugt.

Mér finnst einfaldlega engin ástæða til að taka á einhverjum vandamálum vegna þess að talan á ártalinu breytist. Ekki frekar en við mánaðarmót eða að klukkan verði 16:20.

Hins vegar er ágæt hugmynd að skoða öðru hverju hvað má fara betur og jafnvel gera eitthvað í því sem betur má fara. Þess vegna daglega.

En ég er allt of upptekinn við að skemmta mér með fjölskyldu og vinum – njóta matar, vína og annars góðgætis – um áramótin – til að vera að hafa áhyggjur og hugsa um hvað mætti gera betur.

Lokað er á athugasemdir.