Áróðursvél kirkjunnar

Posted: október 7, 2012 in Umræða

Það er orðið hvimleitt að sitja undir síbylju áróðri kirkjunnar á öllum vígstöðvum þessa dagana.

Rangfærslur og útúrsnúningar dynja á okkur í öllum fjölmiðlum. Ekki nóg með að prestar fái sinn tíma gagnrýnislaust í útvarpsmessum, sem þeir nota grímulaust til áróðurs í einhvers konar kjarabaráttu, heldur eru þessir pistlar teknir upp gagnrýnislaust af sofandi fréttamönnum sem hafa ekki rænu, getu eða nennu til að leita annarra sjónarmiða.

Í Silfri Egils er bara rætt við biskup, ekki virðist hvarfla að Agli að aðrir hafi skoðun.

Í fréttablaðinu birtast nánast daglega greinar eftir presta sem virðast vera að fara á taugum yfir þjóðaratkvæðagreiðslunni um drög að stjórnarskrá. Aðsendar greinar þar sem aðrar skoðanir koma fram fást ekki birtar.

En það er kannski ekki nema von að kirkjan þurfi sína milljarða úr sameiginlegum sjóðum – svona áróðursvél er ekki ókeypis.

Lokað er á athugasemdir.