Við Fræbbblar tökum nýtt hlutverk að okkur annað kvöld, föstudagskvöldið 10. ágúst – við spilum á opnun myndlistarsýningar Guðrúnar Benediktu Elíasdóttur á KexHostel, sjá nánar http://sim.is/syningar/gudrun-benedikta-eliasdottir-med-tvaer-syningar/.
Við höfum sem sagt ekki tekið oft þátt í svona viðburðum, ég man ekki eftir neinu sambærilegau, en klárlega kominn tími til. Ég veit ekki hversu lengi við spilum, en við hættum væntanlega um ellefu leytið.
Léttari og „spjallvænni“ tónlist er kannski hefðbundnari opnunarhátíðartónlist, en þetta eru sérstakar og kraftmiklar myndir – og passar vel að hafa öðru vísi tónlist.