Þá er yngsti sonurinn, Viktor Orri, orðinn stjórnmálafræðingur. Viktor úrskrifaðist með ágætis einkunn frá HÍ í gær, hærri einkunn en gefin hefur verið áður í 32 ára sögu deildarinnar… en svo þurfti félagi hans auðvitað að gera enn betur.
En við héldum upp á þetta hér heima með fjölskyldu og vinum – skemmtileg veisla í frábæru veðri… þegar leið á kvöldið kíktum við til Halla Reynis sem var að útskrifast sem kennari. Við duttum svo aftur inn í partýið hjá Viktori og vinum um nóttina.. virkilega flottur vinahópur.
Kannski tímanna tákn að rauðvínsflaska var algengasta útskriftargjöfin.
Andrés Helgi lenti hins vegar í smáslysi þegar hann skar sig í fingurinn.. en virðist hafa sloppið þokkalega.