Mætti í jarðarför Jakobs S. Jónssonar í dag.
Við þekktumst svo sem ekki mikið en Jakob hafði – ásamt Eiríki, félaga sínum – nokkuð mikil áhrif á hvaða stefnu ég tók á sínum tíma – og aðrir Fræbbblar.
Við Fræbbblar komum fyrst fram sem einhvers konar grín/uppsteit á Myrkramessu MK haustið 1978. Jakob og Eiríkur voru að vinna að sjónvarpsþáttum um félagslíf í menntaskólum, komu til okkar strax eftir hljómleika og vildu fá okkur í þátt (þætti) sem stóð til að gera.
Þá var auðvitað ekki annað til ráða en að halda áfram að æfa og spila og vera klárir í upptökur. Við fundum okkur nokkur önnur tækifæri og mættum svo í upptökur. Þær gengu nokkuð vel en þátturinn var aldrei sýndur og upptökunum var fórnað í "spólusparnaði" RÚV. En þá var þetta orðið of gaman til að það væri valkostur að hætta…
Jakob mætti á 40 ára afmælisfagnað hljómsveitarinnar á Gauknum fyrir nokkum árum og rifjaði upp söguna. Í kjölfarið vorum við aðeins í sambandi, Jakob var með hugmynd að söguskýringarþáttum og var að velta fyrir sér hvort það hentaði okkur – gekk ekki þá, "en" og aftur "en".