Þetta eru vonandi óþarfa áhyggjur.. en með fáfróðan, illa gefinn, óupplýstan – og nú bætast við elliglöp / heilabilun – einstakling með mikil völd þá hef ég áhyggjur. Raunverulega mjög miklar áhyggjur.
Það hjálpar ekki að viðkomandi er með mikilmennskubrjálæði á háu stigi, hégómagirnd sem sprengir alla skala, rað-fýlupúki út af öllu og engu – og í rauninni illa innrætt kvikyndi sem ber enga virðingu fyrir mannslífum, hvað þá mannréttinum – að ónefndum lögum og reglum.
Það sem helst virðist kveikja á glórulausum aðgerðum er óttinn við að upplýsingar um barnaníð og/eða landráð komist í hámæli.. þannig að við vitum aldrei hvenær næsta klikkun kemur.
Ég er ekki að grínast – alls ekki – því kannski er vissara að flytja sig aðeins til á meðan hann ruglar ítrekað saman Íslandi og Grænlandi og hótar innrás í Grænland.