Nú er fjarri mér að gera lítið úr áhyggjum margr af því að við stöndum okkur ekki nægilega vel í að sinna börnum, öldruðum og sjúklingum. Það má örugglega gera betur.
Reyndar virðast áhyggjurnar aðallega snúast um þá sem hafa búið hér lengi og eiga helst ættir sínar að rekja að lágmarki einhverjar aldir hér á landi.
Og einhverra hluta vegna virðast margir tengja þetta við að það fari svo miklir peningar í að aðstoða flóttafólk og innflytjendur að það sé bókstaflega ekkert eftir fyrir aðra.
Ég er hins vegar orðinn nægilega gamall til að muna að við hefðum mátt gera miklu betur í allri ummönnun, löngu fyrir tíma flóttafólks og innflytjenda – og ekki var ríkissjóður tómur þá frekar en nú.
Það sem verra er, mér sýnist útlendingahatur og fordómar vera dulbúið sem umhyggja fyrir “innlendingum”.
Gott og vel, ég skal taka þetta fólk trúanlegt þegar það eyðir jafn mikilli orku, púðri og peningum í sjálfboðaliðastarf, gjafir og safnanir fyrir fólkið sem það notar sem skjöld í umræðunni.