Rétt að taka saman vangaveltur eftir kosningarnar.
Það virðist hafa tekist að jafna fjölda þingsæta út frá fjölda atkvæða.
Það hefði ekki þurft nema 9 atkvæði til að breyta hvaða einstaklingar fengu þingsæti.
Þetta hefði gerst ef D hefði tapað 9 atkvæðum í Reykjavík suður eða eitthvert annað framboð bætt við sig 9 atkvæðum. Sama hefði gerst ef D hefði bætt við sig 9 atkvæðum í Suðvestur.
Þetta hefði haft þau áhrif að
- Reykjavík norður: C, 3 Grímur Grímsson dettur út og D, 3, Brynjar Níelsson kemur inn
- Reykjavík suður: D, 3, Jón Pétur Zimsen dettur út og RS, C, 3, Aðalsteinn Leifsson kemur inn
Eflaust má finna samsetningar með fleiri en einni breytingu, en þetta er minnsta staka breytingin sem ég finn.
22.064 atkvæði fóru til flokka sem ekki fengu þingsæti, alls 45.274 nýttust ekki.
Ef 5% reglan hefði ekki verið þá hefðu úrslitin verið (hafi ég sett rétt inn)
- B 5
- C 10
- D 12
- F 9
- J 2
- M 8
- P 2
- S 14
- V 1
Allt birt með þeim fyrirvara að ég er nývaknaður eftir langa kosninganótt, en einhver smá skekkja breytir ekki heildarmyndinni. 5% reglan er alveg glórulaus, sett á sínum tímai af stjórnmálamönnum í þeim tilgangi að fækka flokkum á þingi og auðvelda þannig þingmönnum stjórnarmyndun. Sem sagt.. auðvelda þingmönnum sem nenna ekki að vinna – réttur kjósenda til að fá fulltrúa á þing skiptir engu.
Þú segir: „Það hefði ekki þurft nema 9 atkvæði til að breyta hvaða einstaklingar fengu þingsæti.“
Áhygavert.
Hvar og hvernig gæti þetta gerst?
minnir að það hafi verið á fjórum stöðum, er ekki með aðgang eins og er, prófaði einn og úthlutunin breyttist.. skal taka saman á morgun
Búinn að setja inn skýringar í upphaflega færslu.
Það væri ekki verra ef þú átt tök á að staðfesta – nú eða reka ofan í mig ef þetta er ekki rétt 🙂
Staðfest! Og þakka þér fyrir.
Ég á einhvers staðar forritt (mitt) sem getur fundið allar slíkar breytingar. Ég finn það ekki í svipinn. En sonur þinn (sem ég hitti á morgun) hefur kannski slíkt.