Auglýsingaþreyta

Posted: nóvember 8, 2024 in Umræða
Efnisorð:

Ég held að ég hafi frekar innbyggða bólusetningu fyrir auglýsingum, er amk. ekki þessi hefðbundni móttækilegi neytandi.

En það er ekkert að marka mig, ég kann ekkert á auglýsingar og hef sjaldan getað auglýst nokkuð þannig að það skili árangri.

En getur verið að auglýsingar séu að verð stöðugt ágengari of frekari?

Fyrir utan það að sjónvarpsstöðvar, sem ég ég borga fyrir áskrift, koma varla þáttunum að fyrir auglýsingum.. og fyrir utan að það koma fjórtán auglýsingahlé í hverjum þætti, stundum sama auglýsingin tvisvar í sama hléi… þá.

Þá…

Þá… er ég algjörlega áttavilltur. Ég er kannski að horfa á einn þátt, það er gert hlé í miðju kafi og það kemur kynning á öðrum þætti og þulur segir mér, með nokkrum þjósti, að “horfa núna!” – á einhvern allt annan þátt.

Og eins og það sé ekki nægilega ruglingslegt, þá kemur kannski önnur auglýsing, fyrir annan þátt, og aftur skipar þulurinn mér að “horfa núna!” með engu minna þjósti og yfirlæti en í fyrra skiptið!

Lokað er á athugasemdir.