Sarpur fyrir febrúar, 2024

Gervigreind undir fölsku flaggi

Posted: febrúar 26, 2024 in Umræða

Einhvers konar tískufyrirbæri hefur gripið um sig í tölvu- tæknigeiranum, undir nafninu “AI” (Artificial Intelligence”) eða “gervigreind”.

Þetta er amk. ekkert nálægt þeirri hugmyndum sem ég hef af gervigreind, AI, sem ég kynntist aðeins á níunda áratug síðustu aldar.

Þetta er meira einhvers konar handahófskenndur grautur af samsettum skipunum, vinnslu og aðgerðum sem hafa verið að þróast síðustu áratugina.

Ekki misskilja, í sumum tilfellum gagnlegt, í öðrum ævintýralega vitlaust. En þetta hefur ekkert með greind að gera. Og þetta á ekkert skylt við hugtakið gervigreind, látum liggja á milli hluta að eltast við skilgreiningar á því, en í öllu falli afskaplega lítil greind sem kemur við sögu.

Eitthvað til að óttast? Nei, ekki þá nema fólk fari að gefa þessu of mikið vægi.

Þrjú próf fyrir gervigreind áður en ég hef áhyggjur / tek mikið mark.

1) “spjallmenni” fyrirtækja geti svarið einföldum fyrirspurnum, öðrum en að benda á atriði á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis, eigum við að segja eitthvað sem raunverulegur starfsmaður getur svarað á þremur mínútum?

2) Samfélagsmiðlar hætti að dæla fataauglýsingum á mig þegar ég dett þar inn.

3) Sérhæfð kerfi svari ekki spurningu af enn meiri vitleysu og rangfærslum í tíundu tilraun en þeirri fyrstu.

Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að ég skil örvæntingu og reiði þegar við horfum upp á saklausa borgara drepna í átökum, hvort sem það eru hryðjuverkaárásir, hefndarárásir eða innrásir.

Og ég játa líka að ég hef kannski ekki mikið af svörum eða ráðum, það eina sem virðist telja við að gera gagn er að styðja hjálparstarf og þrýsta á um alþjóðlegan þrýsting – sem mjakast óendanlega hægt.

Jú, það má hunsa fyrirtæki sem styðja þá sem standa að glæpum, breytir sennilega ekki miklu, nema kannski eigin “vellíðan”.

En ég hef miklar efasemdir um að neita að mæta td. íþróttaliðum sem keppa undir merkjum stjórnvalda sem virðast stunda stríðsglæpi – finnst jafnvel einhvers misskilnings gæta, eins og viðkomandi liðum / þjóðum / stjórnvöldum finnist einhver refsing falin í því að fá gefinn sigur.

  1. Mér finnst vanta skýrar línur um hvar á að draga mörkin. Listinn yfir þjóðir sem sýnast eða sannanlega fremja stríðsglæpi – að ég tali nú ekki um gróf mannréttindabrot – er nokkuð langur.
  2. Það að neita íþróttafólki um að taka þátt í alþjóðlegum mótum verður að vera ákveðið af mótshaldara, Ólympíunefndinni og/eða sérsamböndum eins og FIFA, UEFA.
  3. Þá má ekki gleyma að þetta bitnar oftar en ekki á íþróttafólki viðkomandi þjóða, íþróttafólki sem hefur kannski lítið til saka unnið.
  4. Enn frekar, það að krefjast þess að einstaka lið eða leikmenn gefi leiki og fái jafnvel sektir, leikbönn og verði dæmd frá frekari keppni bitnar á íþróttafólki sem hefur ekkert til saka unnið.
  5. Það er engan veginn sanngjarnt að krefjast þess að einstaka íþróttalið eða fólk neiti að mæta til keppni eftir af hafa verið (svo óheppin að hafa verið) dregin á móti liðum sem koma frá löndum þar sem stjórnvöld stunda morð á almennum borgurum.
  6. Það að neita að spila og gefa leiki gerir ekki annað en að færa stórar upphæðir til þeirra þjóða sem verið er að mótmæla og hleypa þeim áfram á stærra svið.