Einhvers konar tískufyrirbæri hefur gripið um sig í tölvu- tæknigeiranum, undir nafninu “AI” (Artificial Intelligence”) eða “gervigreind”.
Þetta er amk. ekkert nálægt þeirri hugmyndum sem ég hef af gervigreind, AI, sem ég kynntist aðeins á níunda áratug síðustu aldar.
Þetta er meira einhvers konar handahófskenndur grautur af samsettum skipunum, vinnslu og aðgerðum sem hafa verið að þróast síðustu áratugina.
Ekki misskilja, í sumum tilfellum gagnlegt, í öðrum ævintýralega vitlaust. En þetta hefur ekkert með greind að gera. Og þetta á ekkert skylt við hugtakið gervigreind, látum liggja á milli hluta að eltast við skilgreiningar á því, en í öllu falli afskaplega lítil greind sem kemur við sögu.
Eitthvað til að óttast? Nei, ekki þá nema fólk fari að gefa þessu of mikið vægi.
Þrjú próf fyrir gervigreind áður en ég hef áhyggjur / tek mikið mark.
1) “spjallmenni” fyrirtækja geti svarið einföldum fyrirspurnum, öðrum en að benda á atriði á heimasíðu viðkomandi fyrirtækis, eigum við að segja eitthvað sem raunverulegur starfsmaður getur svarað á þremur mínútum?
2) Samfélagsmiðlar hætti að dæla fataauglýsingum á mig þegar ég dett þar inn.
3) Sérhæfð kerfi svari ekki spurningu af enn meiri vitleysu og rangfærslum í tíundu tilraun en þeirri fyrstu.