Fjármálaráðuneytið svarar ekki lengur erindi mínu um lækkun skattgreiðslna vegna sóknargjalda.
Þá er næsta skref að senda erindi til Umboðsmanns Alþingis.
Ég sendi erindi þar sem ég fór fram á að skattgreiðslur mínar væru lækkaðar sem nemur greiðslu til trúar- og lífsskoðunarfélaga.
Rökstuðningur minn er sá að vegna þess að ég tilheyri ekki neinu slíku félagi þá lækka útgjöld ríkissjóðs sem því nemur.
Ég benti auk þess á að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði vísað frá beiðni Darby (mál 11581/85) gegn sænska ríkinu á þeim forsenum að hann hefði þann valkost að lækka skattgreiðslur sínar með því að standa utan lífsskoðunarfélaga.
Í stuttu máli svaraði ráðuneytið því að
- þeim fyndist að segja mætti eitthvað, sem varla getur talist gild rök fyrir mismunun, hvað þá mannréttindabrotum, fyrir utan nú það að lítil stoð var í því sem þeim fannst mega segja.
- þetta væri erfitt í framkvæmd, sem það er ekki og bauð ég aðstoð mína við að leysa tæknileg vandamál, ef einhver væru – ég leyfi mér að efast um að þetta hafi verið kannað að nokkru marki.
- vísa í eitthvert undarlegt aukaatriði í úrskurði MDE í máli Darby.
Ég tel því augljóst að engin gild rök eru fyrir svörum ráðuneytisins.