Styrkir til fjölmiðla úr ríkissjóði skilyrtir?

Posted: júní 6, 2019 in Umræða
Efnisorð:

Ég var aðeins að hugsa… eftir að hafa ítrekað lesið algjörlega óboðlegt sorp í einum prentmiðlinum síðustu daga.

Ef ég skil rétt þá er gert ráð fyrir talsverðum ríkisstyrkjum til fjölmiðlum í nýju frumvarpi.

Það er svo sem gott og blessað. Eða ekki, reyndar er það meira en umdeilanlegt.

En ef hugmyndin er að dæla almannafé í fyrirtæki á þeim forsendum að þau þjóni almannahagsmunum.. má þá ekki gera kröfur um að þeir vinni faglega.

Veitingastaðir sem bjóða upp á sorp mega eiga von á að þeim sé lokað. Nú ætla ég ekki að leggja til að fjölmiðlar megi ekki vinna eins og þeim sýnist (jú, gott og vel, auðvitað innan skynsamlegra marka) – en ef þeir ætlast til að fá almannafé til rekstursins, þá er ekkert óeðlilegt við að gera kröfu um fagleg vinnubrögð.

Þetta þarf ekki að vera flókið, ein fölsk frétt, tilhæfulaus áburður.. hvort sem er í fréttum, aðsendum greinum eða ritstjórnargreinum kostar 1% af stuðningi.

Lokað er á athugasemdir.