Hrun – grýlan

Posted: desember 16, 2017 in Umræða
Efnisorð:

Það er varla svo að ég hlusti á fréttatíma án þess að verið sé að gefa í skyn að við stefnum að öðru hruni. Alls kyns fréttir, nú síðast um borðplötur, og umræður um miklar eignir eiga að finna líkingu við tímana fyrir hrun. Og gefa þannig í skyn að við getum átt von á öðru hruni.

Er þetta ekki svolítið eins og að reyna að spá fyrir úrslitum fótboltaleikja út frá veðrinu?

Svo langt sem ég man, þá varð hér hrun vegna innihaldslaus vaxtar bankakerfisins, útrásar þar sem peningum var dælt í íslensku bankana, meðal annars vegna loforða sem engin leið var að standa við… eflaust hjálpaði ekki tilfærsla eigna úr bönkunum. En er eitthvað líkt þessu í gangi? Og ef ekki, er einhver ástæða til að óttast sérstaklega að komið sé að næsta hruni?

Ég er amk. orðinn svo gamall að ég hef oft séð efnahagslegan uppgang án þess að honum fylgi hrun.

Auðvitað er ég enginn hagfræðingur og auðvitað getur vel verið að næsta hrun sé handan við hornið… en ég er ekki að kaupa að þessar upplýsingar bendi til þess.

Lokað er á athugasemdir.