Skrýtið mat á betri upplýsingum, svona í tilefni páskanna

Posted: apríl 21, 2014 in Trú, Umræða
Efnisorð:, ,

Það er kannski ekki rétt að alhæfa um þekkingarleit forfeðra okkar. Og ekki ætla ég að gera lítið úr því að í flestum heimshornum hafi þekkingar verið leitað eftir bestu samvisku.. að minnsta kosti virðist að öðru hverju hafi þetta verið reynt.

En nú einverjum árþúsundum seinna vitum við eitt og annað sem forfeðurnir vissu ekki. Aðferðir vísindanna hafa í raun skilað ótrúlegum framförum. Í dag þekkjum við til að mynda rafmagn, pensilín, vitum að jörðin er ekki flöt og ekki fer á milli mála að þyngdaraflið er raunverulegt.

Þannig höfum við í ljósi betri þekkingar skipt út hugmyndum forfeðranna, ekki af vanvirðingu við þeirra tilraunir til að afla þekkingar, heldur af því að við vitum einfaldlega betur og höfum meiri upplýsingar en þeir gátu mögulega sótt.

En svo er stór hópur sem þrátt fyrir allt heldur í hugmyndir forfeðranna þegar kemur að því hvernig heimurinn varð til, hefur enn fyrir satt að meyfæðingar séu mögulegar og telur satt og rétt að einn eða fleiri einstaklingar hafi risið upp frá dauðum eftir nokkra daga í gröfinni. Allt þetta á að hafa verið í einhverju undarlegu „plotti“ yfirnáttúrulegrar veru sem engar upplýsingar finnast um að sé yfirleitt til. Og allt þetta byggir á „fabúleringum“ forfeðra með nánast enga þekkingu á heiminum og sögusögnum sem gengu á milli manna í fleiri mannsaldra án þess að nokkuð væri fært til bókar.

Er ekki kominn tími til að pakka þessum hugmyndum niður og setja þar sem þær eiga heima?

Athugasemdir
  1. Bjarni Einasson skrifar:

    Ekki spurning..