Sarpur fyrir júlí, 2012

Opið bréf til Hæstaréttar

Posted: júlí 3, 2012 in Umræða
Efnisorð:

Sendi örfáar spurningar til Hæstaréttar vegna synjunar réttarins á því að fjalla um mál Andrésar Helga.

Bréfið birtist á DV hér http://www.dv.is/blogg/kjallari/2012/7/3/opid-bref-til-haestarettar/.

.

Ég velti fyrir mér úrslitum forsetakosninganna, sem mér þykja óneitanlega stórundarleg.

Mér skilst að Ólafur Ragnar hafi fyrst og fremst sótt fylgi til yngra fólks og fólks með litla menntun. Nú þekki ég fólk á öllum aldri og með alls kyns menntun.

En…

Af þokkalegum fjöldskyldu og vinahópi – svona eitthvað á annað hundraðið – man ég eftir tveimur sem ætluðu að kjósa Ólaf Ragnar, annar af einhvers konar skyldu vegna tenginga og hinn var alls ekki ákveðinn, grunar jafnvel að viðkomandi hafi skipt um skoðun.

Auðvitað spurði ég ekki alla, en þetta var mikið rætt og flestir voru eindregnir andstæðingar Ólafs Ragnars. Margir höfðu kosið hann 1996 og margir voru sáttir við forsetatíð hans. En öllum blöskraði kosningabarátta hans og flestir voru búnir að nefna – þegar hann gat ekki ákveðið sig – að þetta væri nú líklega orðið gott.

Af Facebook vinum, sem eru ríflega sex hundruð, voru örfáir að lýsa stuðningi við Ólaf, ég efast um að þeir hafi náð 10, ekki fleiri en 20.

Umgengst ég svona undarlegt fólk?

Skemmtileg Evrópukeppni

Posted: júlí 2, 2012 in Fótbolti

Er ekki við hæfi að óska íslenskulesandi Spánverjum – og öðrum stuðningsmönnum þeirra – til hamingju með frábæran árangur á EM 2012? Jú.

Mótið í ár náði kannski ekki alveg að vera í sama klassa og EM 2008, en fullt af skemmtilegum leikjum og góðum fótbolta. Englendingar, Grikkir og Írar hefðu kannski mátt sitja heima.

En, gaman að sjá, þau lið sem spila fótbolta og sækja eru að vinna leikina.

Meira að segja Ítalir eru farnir að reyna að spila fótbolta og hætta að liggja í vörn.

Yfirburðir Spánverja eru hins vegar svo miklir að þeir virðast geta klárað svona mót með hangandi hendi (fæti?).

Á köflum hafði maður á tilfinningunni að þeir nenntu ekki að skora á meðan andstæðingarnir gátu ekki skorað.

Vonandi fá þeir verðuga keppni á HM 2014. Það gæti gefið bestu HM sögunnar ef fleiri til taka þá sér til fyrirmyndar.